Tottenham kláraði Chelsea í seinni hálfleik í ensku úrvalsdeildinni í dag með mörkum frá Oliver Skipp og Harry Kane.
Fyrri hálfleikur var tíðindalítill þar sem það markverðasta var þegar Stuart Atwell breytti rauðu spjaldi í gult eftir að hafa farið í skjáinn.
Skipp skoraði frábært mark, sitt fyrsta fyrir Tottenham í upphafi seinni hálfleiks og Harry Kane tvöfaldaði forystuna þegar skammt var eftir.
Mörkin og annað markvert í leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.