Tottenham afgreiddi Chelsea í seinni hálfleik

Harry Kane fagnar fyrsta marki sínu og öðru marki Tottenham …
Harry Kane fagnar fyrsta marki sínu og öðru marki Tottenham í leiknum. AFP/Justin Tallis

Tottenham vann góðan heimasigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, 2:0, á  Tottenham-leikvanginum í London.

Með sigrinum styrkti Tottenham stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Tottenham er með 45 stig, fjórum stigum á undan Newcastle sem reyndar á tvo leiki til góða. Chelsea er enn í 10.-11. sæti ásamt Aston Villa með 31 stig.

Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem bar einna hæst að Stuart Atwell sneri rauðu spjaldi á Hakim Ziyech leikmann Chelsea í gult eftir að hafa farið í skjáinn, tók Tottenham leikinn yfir í seinni hálfleik.

Eftir vandræðagang í vörn Chelsea á upphafssekúndum seinni hálfleiks í kjölfar þess að Kepa varði frá Emerson Royal barst boltinn til Oliver Skipp fyrir utan teiginn hægra megin. Skipp tók hann hálf skoppandi, smellhitti og Kepa réð ekki við skotið, 1:0.

Á 82. mínútu fékk Tottenham hornspyrnu. Son spyrnti á kollinn á Dier og þaðan barst boltinn til Harry Kane á fjærstönginni. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir framherjann sem stýrði honum yfir línuna, 2:0.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og góður sigur heimamanna staðreynd.

Mbl.is fylgd­ist vel með gangi mála og fær­ði ykk­ur það helsta í beinni texta­lýs­ingu.

Oliver skipp skorar fyrsta mark leiksins fyrir Tottenham með bylmingsskoti …
Oliver skipp skorar fyrsta mark leiksins fyrir Tottenham með bylmingsskoti strax í upphafi seinni hálfleiks. AFP/Justin Tallis
Stuart Attwell breytti rauðu spjaldi á Ziyech, sem var ákveðið …
Stuart Attwell breytti rauðu spjaldi á Ziyech, sem var ákveðið af myndbandsdómurum, í gult spjald undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa skoðað atvikið sjálfur í skjánum. AFP/Justin Tallis
Raheem Sterling hefur verið líflegur í leiknum.
Raheem Sterling hefur verið líflegur í leiknum. AFP/Justin Tallis
Tottenham 2:0 Chelsea opna loka
90. mín. Sex mínútum er bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert