„Við héldum hreinu, það er snilld og akkúrat það sem við viljum gera,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool að loknum leik liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær.
„Eitt stig, ókei. Þessi leikur var svipaður öðrum sem við höfum leikið hér á þessum velli áður. Í dag skoruðum við ekki og það var munurinn.
Við áttum þrjú góð færi. Eitt af þeim áttum við að nýta og það hefði verið fínt. Þeir skutu í slá og við misstum boltann á vondum augnablikum sem við verðum að fara að hætta að gera.
Við brugðumst betur við mistökum í dag. Mistök munu alltaf henda en þá þurfa menn að bregðast rétt við og það gerðu þeir í dag.“