Bjarni: Arsenal kæfði sóknarleik Leicester

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um afar sterkan varnarleik Arsenal í 1:0-sigri á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Leicester freistaði þess að beita hröðum skyndisóknum í leiknum en Arsenal sá við þeim öllum með því að vera eldfljótt til baka. Náði Leicester aðeins einu skoti í öllum leiknum, sem fór framhjá marki Arsenal.

„Þeir voru hrikalega fljótir til baka þegar Harvey Barnes og félagar voru að reyna að sækja hratt. Þeir náðu þeim einhvern veginn alltaf.

Þeir voru komnir 4-5 til baka, stoppuðu sóknirnar og Leicester þurfti alltaf að leita til baka. Þeir náðu aldrei að ógna vörn Arsenal.

Frábært dæmi um hvernig þeir náðu að kæfa sóknarleik Leicester, sem ætlaði akkúrat að gera þetta allan leikinn, en það bara heppnaðist ekki,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson.

Bjarni Þór, Eiður Smári Guðjohnsen og Tómas Þór Þórðarson ræddu einnig um mark sem var réttilega dæmt af Arsenal og vítaspyrnu sem liðið átti að fá dæmda.

Sjá má umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert