Eiður: Sami hraðinn á öllum miðjumönnum Liverpool

Frammistaða Liverpool í markalausu jafntefli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld var til umræðu í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Naby Keita, Jordan Henderson og Fabinho fengu allir gult spjald fyrir að brjóta á Michael Olise, sem þeir héldu ekki í við, og James Milner gerði sitt besta til þess að fylgja þremenningunum í svörtu bókina hjá dómara leiksins.

„Við vorum að tala um að það væri sami hraðinn á leikmönnum. Þarna var nú gott dæmi um það, það var ekki mikið um hraðabreytingar á miðjunni hjá Liverpool, allavega ekki í þessum leik,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður Smári, Bjarni Þór Viðarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu nánar um hin ýmsu vandamál sem steðja að Liverpool. Sjá má þær umræður í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert