„Get ekki reitt mig á stuðning að eilífu“

Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea.
Graham Potter, knattspyrnustjóri Chelsea. AFP/Justin Tallis

Það er heldur lágt risið á Graham Potter, knattspyrnustjóra Chelsea, þessa dagana enda gengur hvorki né rekur hjá liðinu.

Chelsea tapaði 0:2 fyrir nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í gær og er sæti Potter, sem tók við stjórnartaumunum í september síðastliðnum, farið að hitna allverulega.

„Ef úrslitin eru ekki nægilega góð, sem þau eru ekki um þessar mundir, get ég ekki reitt mig á stuðning að eilífu, það er alveg ljóst.

Ég tek fulla ábyrgð á þessum ábyrgð á þessum úrslitum, þau eru ekki nógu góð fyrir Chelsea. Við viljum bæta þau, að sjálfsögðu.

Starf mitt felst í því að að halda áfram, að halda áfram að vinna með liðinu og reyna að breyta augnablikinu. Leikmennirnir eru sárir. Þetta er erfitt augnablik fyrir okkur,“ sagði Potter á blaðamannafundi eftir leikinn í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert