Neil Warnock, 74 ára gamall knattspyrnustjóri Huddersfield, er afar hrifinn af landsliðsmanninum Jóhanni Berg Guðmundssyni.
Jóhann átti góðan leik er Burnley vann 4:0-sigur á Huddersfield í ensku B-deildinni á laugardag og Warnock var hrifinn af því sem hann sá hjá Íslendingnum.
„Ég hef alltaf elskað hann. Hann er draumur hvers þjálfara. Honum er aldrei hrósað, þrátt fyrir að hann sé 8 af 10 í hverri viku. Hann er aldrei 6 eða 7,“ sagði Warnock á blaðamannafundi.