Ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City hafa uppi áform um að stækka áhorfendastúku heimavallar síns, Etihad, á næstu árum.
Etihad-völlurinn tekur nú 53.400 manns í sæti en samkvæmt áformunum mun hann taka yfir 60.000 manns í sæti að framkvæmdum loknum.
City ráðgerir að fáist byggingaleyfi muni framkvæmdirnar taka um þrjú ár.
Langstærsta framkvæmdin fælist í stækkun á norðurstúku vallarins, þar sem 7.700 sætum yrði bætt ofan við stúkuna sem fyrir er.