Conte væntanlegur til Englands í vikunni

Antonio Conte er væntanlegur aftur til Englands í vikunni eftir …
Antonio Conte er væntanlegur aftur til Englands í vikunni eftir veikindi. AFP/Ben Stansall

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham á Englandi, er væntanlegur aftur til Lundúna í vikunni. Ítalinn hefur undanfarnar vikur verið í heimalandinu að jafna sig eftir gallblöðrutöku.

Conte verður ekki á hliðarlínunni þegar Tottenham mætir Sheffield United í enska bikarnum á morgun, en gæti verið klár í slaginn næstu helgi.

„Hann er væntanlegur til Lundúna í vikunni. Hann verður ekki á leiknum á morgun en hann snýr til baka í samráði við lækna,“ sagði Cristian Stellini, sem hefur stýrt Tottenham í fjarveru Contes.

Næsti deildarleikur liðsins er gegn Wolves á útivelli næstkomandi laugardag.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert