Jóhann í liði umferðarinnar á Englandi

Jóhann Berg Guðmundsson fagnar einu markanna ásamt samherja sínum.
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar einu markanna ásamt samherja sínum. Ljósmynd/Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður í knattspyrnu er í úrvalsliði 34. umferðar í ensku B-deildinni eftir frammistöðu sína með Burnley gegn Huddersfield.

Jóhann lagði þar upp tvö mörk þegar Burnley vann sannfærandi sigur, 4:0, og hann er annar tveggja leikmanna liðsins í úrvalsliðinu.

Burnley kom sér enn betur fyrir á toppi deildarinnar með sigrinum og liðið stefnir hraðbyri upp í úrvalsdeildina.

Liðið er þannig skipað samkvæmt síðu deildarinnar:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert