Naumur sigur Brighton á B-deildarliðinu

Evan Ferguson skorar sigurmarkið.
Evan Ferguson skorar sigurmarkið. AFP/Oli Scarff

Brighton úr úrvalsdeildinni tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta með 1:0-útisigri á Stoke úr B-deildinni.

Evan Ferguson sá um að gera sigurmark Brighton á 30. mínútu, gegn vel skipulögðu liði heimamanna.

Brighton-menn hafa átt eftirminnilegt tímabil og er liðið í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Stoke er í 17. sæti B-deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert