Alls voru 15 mörk skoruð í sjö leikjum þegar hluti af 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla fór fram um liðna helgi.
Flest mörk voru skoruð í 4:1-sigri Manchester City á Bournemouth en einum leik, viðureign Crystal Palace og Liverpool, lauk með markalausu jafntefli þar sem bæði lið áttu sláarskot.
Tottenham Hotspur hafði betur gegn Chelsea í Lundúnaslag og Arsenal steig annað skref í átt að Englandsmeistaratitlinum með sigri á Leicester City.
Öll mörk helgarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.