Óvænt tap Leicester – Fulham vann úrvalsdeildarslaginn

Liðsmenn Blackburn fagna í sigrinum óvænta í kvöld.
Liðsmenn Blackburn fagna í sigrinum óvænta í kvöld. AFP/Darren Staples

Blackburn úr B-deildinni er komið í átta liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir óvæntan 2:1-útisigur á Leicester úr úrvalsdeildinni í kvöld.

Tyrhys Dolan kom Blackburn yfir á 33. mínútu og Sammie Szmodics bætti við öðru marki á 52. mínútu. Kelechi Iheanacho minnkaði muninn fyrir Leicester á 67. mínútu og þar við sat.

Fulham vann úrvalsdeildarslag við Leeds, 2:0, á heimavelli. Joao Palhinha kom Fulham yfir á 21. mínútu og Mano Solomon bætti við seinna markinu á 56. mínútu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert