Óvíst er hvort tveir af lykilmönnum Manchester United verði leikfærir annað kvöld þegar liðið fær West Ham í heimsókn í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu.
Bakvörðurinn Luke Shaw og miðjumaðurinn Fred urðu báðir fyrir hnjaski í úrslitaleik deildabikarsins gegn Newcastle á sunnudaginn. Fred fór þá af velli eftir 70 mínútna leik en Shaw spilaði allan tímann.
Erik ten Hag knattspyrnustjóri United staðfesti á fréttamannafundi að óvissa væri með þá báða og að sóknarmaðurinn Anthony Martial væri áfram á sjúkralistanum.