Raheem Sterling, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta, vill ekki yfirgefa félagið og ganga í raðir Arsenal, eins og einhver bresk götublöð hafa greint frá að undanförnu.
Umboðsmaður Sterlings var allt annað en sáttur við fréttaflutninginn og segir hann uppspuna, Sterling sé ánægður hjá Chelsea og spenntur fyrir uppbyggingunni á komandi árum.
Umboðsmaðurinn gaf frá sér yfirlýsingu þess efnis. Sóknarmaðurinn er nýkominn til baka eftir meiðsli, en hann hefur skorað sex mörk í 25 leikjum með Chelsea.
Gengi liðsins hefur verið afleitt á leiktíðinni og hefur liðið aðeins unnið einn leik árið 2023. Er Chelsea í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 24 leiki.