Dregið var í átta liða úrslit enska bikarsins í fótbolta í kvöld. Þrátt fyrir að aðeins átta lið séu eftir, var aðeins einn úrvalsdeildarslagur, þar sem aðeins fjögur lið eru eftir úr ensku úrvalsdeildinni.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley mæta Englandsmeisturum Manchester City á útivelli. Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley, var afar sigursæll er hann lék með City og var fyrirliði liðsins um árabil.
Manchester United og Fulham mætast í eina úrvalsdeildarslagnum á Old Trafford. Brighton og Grimsby úr D-deildinni mætast svo annars vegar og Sheffield United og Blackburn hins vegar í B-deildarslag.
8-liða úrslit enska bikarsins:
Manchester City – Burnley
Manchester United – Fulham
Brighton – Grimsby
Sheffield United – Blackburn