Lygileg úrslit í enska bikarnum

Leikmenn Grimsby fagna í kvöld.
Leikmenn Grimsby fagna í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Grimsby úr D-deildinni gerði sér lítið fyrir og sigraði úrvalsdeildarliðið Southampton á útivelli er liðin mættust í 16-liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta í kvöld. Urðu lokatölur 2:1.

Grimsby, sem er í 16. sæti í D-deildinni, komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki Gavan Holohan af vítapunktinum. Hann var svo aftur á ferðinni á 50. mínútu þegar hann skoraði aftur úr víti.

Duje Caleta-Car minnkaði muninn fyrir Southampton á 65. mínútu og Theo Walcott hélt að hann væri að jafna á 81. mínútu, en markið var dæmt af. Nær komst Southampton ekki og Grimsby fagnaði eftirminnilegum sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert