Topplið Arsenal skoraði fjögur falleg mörk er liðið vann Everton, 4:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Gabriel Martinelli sá um að gera tvö markanna og Bukayo Saka og Martin Ödegaard komust einnig á blað. Réðu varnarmenn Everton lítið við skæða sóknarmenn Arsenal í leiknum.
Mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.