Manchester United er komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir 3:1-heimasigur á West Ham í kvöld.
Said Benrahma kom West Ham yfir á 54. mínútu eftir sendingu frá Emerson. United neitaði hins vegar að gefast upp og Nayef Aguerd jafnaði með sjálfsmarki á 77. mínútu.
Alejandro Garnacho kom United yfir á lokamínútu venjulegs leiktíma með fallegu skoti í bláhornið fjær og Fred gulltryggði sigurinn í uppbótartíma eftir slæm varnarmistök.