Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ánægður með 2:0-sigur liðsins á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en skildi þó lítið í því að mark sem Darwin Núnez skoraði hafi verið dæmt af.
Núnez virtist vera að koma Liverpool í forystu á 65. mínútu en eftir að hafa ráðfært sig við VAR-skjáinn ákvað Paul Tierney dómari leiksins að dæma markið af vegna brots í aðdragandanum.
„Ég sá þetta eftir leikinn og mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna. Það er hægt að dæma öll atvik í hægri endursýningu en viðbrögð okkar í kjölfarið voru mikilvæg,“ sagði Klopp í samtali við BBC eftir leikinn.
Brot var dæmt á Diogo Jota og fékk mark Núnez því ekki að standa.
Nokkrum mínútum síðar, á 73. mínútu, skoraði hins vegar Virgil van Dijk og Mohamed Salah innsiglaði svo sigurinn fjórum mínútum eftir það.
„Við lékum vel í fyrri hálfleik en byrjuðum illa í þeim síðari. Við litum aðeins stöðugri út og því viljum við halda áfram.
Við börðumst fyrir því að skora þetta fyrsta mark og annað markið var frábært,“ bætti Klopp við.