Mörkin: Ótrúleg dramatík í Lundúnum

Reiss Nelson var hetja Arsenal er liðið vann ótrúlega dramatískan 3:2-sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Philip Billing kom Bournemouth yfir snemma leiks og Marcos Sensei bætti við öðru marki á 57. mínútu.

Arsenal neitaði að gefast upp því Thomas Partey minnkaði muninn á 62. mínútu, Ben White jafnaði á 70. mínútu og Nelson skoraði sigurmarkið á sjöundu mínútu uppbótartímans.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert