Daninn Joachim Andersen skoraði skrautlegt sjálfsmark er Aston Villa vann 1:0-sigur á heimavelli gegn Crystal Palce í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Andersen varð fyrir því óláni að skora markið á 27. mínútu þegar hann renndi sér í boltann í eigin vítateig.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.