Southampton kom sér upp úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1:0-heimasigri á Leicester í kvöld.
Heimamenn fengu gott færi til að skora fyrsta markið á 32. mínútu en Danny Ward varði víti frá James Ward-Prowse. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Carlos Alcaraz og þar við sat.
Leicester var miklu sterkari aðilinn í seinni hálflek, fékk fullt af færum til að jafna, en inn vildi boltinn ekki.
Southampton er með 21 stig, eins og Everton og Bournemouth, einu stigi á eftir Leeds, sem er í síðasta örugga sætinu.