Fjörugur fallbaráttuslagur í Nottingham

Brennan Johnson fagnar öðru marki sínu ásamt Serge Aurier.
Brennan Johnson fagnar öðru marki sínu ásamt Serge Aurier. AFP/Oli Scarff

Nottingham Forest og Everton gerðu jafntefli, 2:2, í stórskemmtilegum leik í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á City Ground í Nottingham í dag. 

Demarai Gray kom Everton-mönnum yfir á 10. mínútu leiksins úr vítaspyrnu. Níu mínútum síðar jafnaði Brennan Johnson metin fyrir heimamenn er hann fylgdi eftir skoti Morgan Gibbs-White og staðan var þá 1:1. 

Á 29. mínútu kom svo Adoulaye Doucouré Everton aftur í forystuna er hann skallaði knöttinn í netið. Staðan var þá 2:1 sem voru hálfleikstölur. 

Svo á 77. mínútu jafnaði Johnson aftur metin fyrir Nottingham Forest með frábærri afgreiðslu eftir stoðsendingu frá Ryan Yates, og við stóð 2:2.

Nottingham Forest er í 14. sæti deildarinnar með 26 stig. Everton er í 18. sæti með 22 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert