Frá klefanum á Anfield: Verður gerð hreinsun

Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir eru ferðafélagar Tómasar Þórs Þórðarsonar á Símanum Sport, en þau eru nú stödd á Anfield í Liverpool, þar sem Liverpool leikur við Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fengu þau að fara inn í klefann hjá Liverpool og ræða leikmannamál félagsins, en ljóst er að liðið mun mæta mikið breytt til leiks á næstu leiktíð.

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert