Getur ekki komið hingað og tapað 7:0

„Mér fannst United vera betra liðið í fyrri hálfleik og markið kom gegn gangi leiksins,“ sagði Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður Manchester United, við Símann Sport eftir 0:7-tap liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

„Í seinni hálfleik léku allir illa. Ef eitthvað er spilaði liðið enn verr eftir skiptingarnar hjá Ten Hag. De Gea varði varla neitt, því það fór allt inn. Þetta var mjög slæmur dagur, en þú getur ekki komið hingað og tapað 7:0,“ bætti hann við.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert