Leikmenn ættu að skammast sín

Bruno Fernandes hengir haus í kvöld.
Bruno Fernandes hengir haus í kvöld. AFP/Paul Ellis

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins í 0:7-tapinu gegn Liverpool á Anfield í kvöld.

„Þetta var hræðilegur dagur. Reynsluboltarnir ættu að skammast sín. Þeir sýndu enga liðtogahæfileika,“ sagði hann á Sky, þar sem hann vinnur sem sérfræðingur.

„Þetta var erfiður dagur fyrir Manchester United og sem betur fer hef ég aldrei tapað svona. Leikmenn ættu að skammast sín, því þeir fóru í felur þegar þetta varð erfitt,“ sagði Keane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert