Liverpool vann ótrúlegan 7:0-heimasigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Anfield í kvöld.
Staðan í hálfleik var 1:0, eftir að Cody Gakpo skoraði eftir sendingu frá Andy Robertson. Fáir bjuggust við því að Liverpool myndi skora sex mörk í seinni hálfleik, en sú varð raunin.
Darvin Núnez skoraði það fyrsta á 47. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Gakpo sitt annað mark. Mo Salah breytti stöðunni í 4:0 á 66. mínútu og Núnez skoraði sitt annað mark og fimmta mark Liverpool á 75. mínútu.
Salah bætti við sínu öðru marki og sjötta marki Liverpool á 83. mínútu og varamaðurinn Roberto Firmino gerði sjöunda markið á 88. mínútu og niðurlæging United var fullkomnuð.
United er í þriðja sæti með 49 stig og Liverpool í fimmta með 42 stig, þremur stigum frá Tottenham og er með leik til góða.