Arsenal vann hádramatískan 3:2-heimasigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.
Kom sigurmarkið á áttundu mínútu uppbótartímans, eftir að Bournemouth hafði komist í 2:0. Arsenal heldur því enn sínu striki á toppi deildarinnar.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson ræddu við Tómas Þór Þórðarson um leikinn á Vellinum á Símanum Sport og þann styrk sem Arsenal sýndi með sigrinum.
Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.