Brennan Johnson var maður leiksins er Nottingham Forest og Everton skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Nottingham í dag.
Johnson skoraði bæði mörk Nottingham-liðsins, en það seinna var glæsileg afgreiðsla upp í samskeytin á 77. mínútu, er hann jafnaði í 2:2.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.