Andy Robertson átti afar góðan leik fyrir Liverpool er liðið vann ótrúlegan 7:0-heimasigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
„Við skoruðum fyrsta markið, sem er alltaf mikilvægt í svona leikjum. Í seinni hálfleik vorum við magnaðir og allir spiluðu með mikið sjálfstraust,“ sagði Robertson í samtali við Símann Sport eftir leik.
„Það er gott að vinna United 7:0 en þetta eru bara þrjú stig og við þurfum fleiri stig. Ef við spilum svona áfram verður erfitt fyrir öll lið að mæta okkur,“ bætti hann við.
Mo Salah er orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu Liverpool eftir að enska úrvalsdeildin tók núverandi mynd. Robertson hrósaði liðsfélaga sínum í hástert og sagði hann einn þann besta í sögu félagsins.
Viðtalið við Robertson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.