Nígeríumaðurinn Victor Osimhen hefur verið algjörlega magnaður á tímabilinu með ítalska knattspyrnuliðinu Napoli.
Napoli er lang efst í ítölsku A-deildinni og virðist ekkert geta komið í veg fyrir að liðið vinni sinn fyrsta meistaratitil í rúm 30 ár.
Osimhen er helsti markaskorari Napoli og er talið að mörg lið muni reyna að fá hann í sínar raðir í sumar. Hann hefur sem dæmi mikið verið orðaður við enska liðið Manchester United.
Sjálfur segir leikmaðurinn það vera draum sinn að spila í ensku úrvalsdeildinni.
„Ég vinn mjög hart að því að sjá til þess að einn daginn fái ég tækifæri til að upplifa drauminn og spila í ensku úrvalsdeildinni.“