Ensk stórlið berjast um miðvörð Leipzig

Gvardiol (til hægri), í baráttunni við Erling Haaland leikmann Manchester …
Gvardiol (til hægri), í baráttunni við Erling Haaland leikmann Manchester City í Meistaradeildinni. Það gæti farið svo að þeir verði samherjar á næstu leiktíð. AFP/Odd Andersen

Króatíski miðvörðurinn Josko Gvardiol er eftirsóttur en hann hefur leikið afar vel með þýska liðinu RB Leipzig á tímabilinu.

Þá var hann lykilmaður í vörn Króata sem nældu í brons á HM í Katar í desember, en hann lék hverja einustu mínútu á mótinu.

Pep Guardiola, stjóri enska stórliðsins Manchester City, er mikill aðdáandi leikmannsins og er hann á lista félagsins fyrir félagsskiptagluggann í sumar. Þá skoðaði annað enskt stórlið, Liverpool, möguleikann á að kaupa Gvardiol í janúar, en það gekk ekki upp. Liverpool hefur þó enn mikinn áhuga á leikmanninum en sömu sögu má segja um Chelsea.

Það er því ljóst að það verður mikil barátta um leikmanninn í sumar og verður það að teljast afar ólíklegt að Leipzig geti haldið í hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert