Gakpo eins og ungur Thierry Henry

Cody Gakpo fagnar því að hafa komið Liverpool yfir í …
Cody Gakpo fagnar því að hafa komið Liverpool yfir í leiknum í gær. AFP/Paul Ellis

Troy Deeney, fyrrum framherji enska knattspyrnuliðsins Watford og fleiri liða, og núverandi leikmaður Birmingham, sparaði ekki stóru orðin eftir stórsigur Liverpool á Manchester United í gær, 7:0.

Deeney fór fögrum orðum um framlínu Liverpool eftir leik en þeir Mohamed Salah, Darwin Núnez og Cody Gakpo voru allir frábærir í leiknum og skoruðu tvö mörk hver.

„Þeir eru yngri, sneggri og sterkari eftir að Gakpo og Núnez komu inn fyrir Mané og Firmino. Gakpo í miðjunni er eins og ný 2.0 útgáfa af Firmino. 

Þeir eru alltaf að, Gakpo er eins og ungur Thierry Henry þegar hann klárar færin sín. Þeir halda varnarmönnunum alltaf uppteknum og það besta við þá er að það er alltaf einn þeirra fyrir framan markið. Fyrir mér er þetta Liverpool upp á sitt besta.“

Núnez kom til Liverpool síðasta sumar en illa gekk hjá honum að skora framan af tímabili. Hann hefur þó verið í fínu formi undanfarið, líkt og Gakpo sem gekk til liðs við enska liðið í janúar.

Troy Deeney.
Troy Deeney. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert