Mohamed Salah átti frábæran leik fyrir Liverpool þegar liðið vann stórsigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool á sunnudaginn var.
Salah skoraði tvívegis í leiknum, ásamt því að leggja upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína, en hann er nú markahæsti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 129 mörk.
Egyptinn var útnefndur maður leiksins í leikslok enda hann var allt í öllu í sóknarleik liðsins en enska úrvalsdeildin tók saman skemmtilegt myndband þar sem hægt er að sjá allar snertingar leikmannsins í leiknum.