Enginn efaðist um hvað Núnez gæti gert

Darwin Núnez og Trent Alexander-Arnold fagna í leiknum gegn Manchester …
Darwin Núnez og Trent Alexander-Arnold fagna í leiknum gegn Manchester United á sunnudag. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, stjóri enska knattspyrnuliðsins Liverpool, var eðlilega mjög sáttur eftir stórsigur liðsins á erkifjendum sínum í Manchester United, 7:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudag.

Liverpool leiddi 1:0 í hálfleik en gjörsamlega valtaði yfir United í seinni hálfleik og skoraði sex mörk. Sóknarlína Liverpool-liðsins, þeir Mohamed Salah, Cody Gakpo og Darwin Núnez áttu allir mjög góðan leik en þeir skoruðu tvö mörk hver.

Núnez kom til Liverpool frá portúgalska liðinu Benfica fyrir 85 milljónir punda í sumar en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að nýta færin sín ekki nægilega vel. Það hefur þó gengið betur undanfarið en hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu fjórum leikjum.

Klopp tjáði sig um Núnez eftir leikinn á sunnudag.

„Það var enginn í vafa um hvað Darwin Núnez myndi gera fyrir okkur þegar hann kæmist betur inn í hlutina. Hann er náttúruafl,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert