Fowler glaður fyrir hönd Salah

Robbie Fowler í Íslandsheimsókn árið 2015.
Robbie Fowler í Íslandsheimsókn árið 2015. mbl.is/Árni Sæberg

Egyptinn Mohamed Salah varð á sunnudag markahæsti leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Hann skoraði tvö mörk í stórsigri á Manchester United og tók þar með fram úr Robbie Fowler.

„Fólk hefur spurt mig hvað mér finnist um að Salah hafi slegið metið. Ég er algjörlega hreinskilinn þegar ég segi að ég er mjög ánægður. Ég er mikill stuðningsmaður Liverpool, ég á ársmiða og ég vil sjá framherjana í liðinu skora og slá met, jafnvel þó það séu mín met.

Ég átti metið í góðan tíma en nú er komið að Salah. Því meira sem hann skorar aukast líkurnar á því að liðið komist á þann stað sem ég vil að það sé á.“

Fowler er uppalinn hjá Liverpool og lék með liðinu frá árinu 1993 til 2001 og svo aftur tímabilið 2006 til 2007. Á ferli sínum skoraði hann 128 mörk fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en eftir sunnudaginn er Salah búinn að skora 129.

Mohamed Salah fagnar með Harvey Elliott eftir að metið féll …
Mohamed Salah fagnar með Harvey Elliott eftir að metið féll á sunnudag. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert