Myndskeið: Arteta ærðist af fögnuði

Topplið Arsenal vann dramatískan sigur á Bournemouth, 3:2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Bournemouth komst í 2:0 í leiknum en Arsenal gafst ekki upp og Reiss Nelson skoraði sigurmark liðsins á sjöundu mínútu uppbótartímans. 

Sigurinn var virkilega dýrmætur fyrir Arsenal í toppbaráttunni sem sást vel á viðbrögðum Mikel Arteta, stjóra liðsins, þegar boltinn söng í netinu í þriðja markinu.

Sjón er sögu ríkari en viðbrögð Spánverjans við öllum mörkum leiksins má sjá hér að ofan.

Leikur Arsenal og Bournemouth var sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert