Lýsir yfir fullum stuðningi við Bruno Fernandes

Bruno Fernandes þungur á brún í leiknum á Anfield á …
Bruno Fernandes þungur á brún í leiknum á Anfield á sunnudaginn. AFP/Paul Ellis

Bruno Fernandes verður áfram varafyrirliði Manchester United þrátt fyrir mikla  gagnrýni sem hann fékk eftir sjö marka skellinn gegn Liverpool á Anfield síðasta sunnudag.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, sagði að Fernandes myndi áfram bera fyrirliðabandið þegar Harry Maguire sé ekki í byrjunarliðinu, en þannig hefur staðan oftast verið á þessu tímabili.

Viðbrögð og framkoma Bruno í leiknum þóttu ekki til fyrirmyndar og hann var m.a. sakaður um hreina uppgjöf í leiknum.

„Hann verður örugglega áfram. Hann hefur átt frábært tímabil og á stóran þátt í að við erum í þessari stöðu í dag. Hann drífur liðið áfram. Allir gera mistök og læra af þeim. Ég þarf sjálfur að læra og hann mun gera það líka. Hann er klókur og ég er afar ánægður með hann sem leikmann og hann er fyrirliði þegar Harry er ekki með," sagði ten Hag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert