Salah velur sín uppáhalds mörk (myndskeið)

Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah varð um síðustu helgi markahæsti leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði tvö mörk í 7:0-risasigri á Manchester United.

Mörkin eru nú orðin 129 talsins á sex tímabilum og vitanlega standa nokkur þeirra honum nær en önnur.

Í myndskeiðinu hér að ofan velur Salah sín eftirlætis mörk fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert