Markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, Alan Shearer, mun ekki vera gestur í sjónvarpsþættinum Match of the Day á BBC annað kvöld.
Frá þessu greindi Shearer á Twitter en hann fylgir í fótspor kunningja síns Ian Wright sem sagðist ekki heldur ætla að mæta annað kvöld.
Ástæðan fyrir því er sú að Gary Lineker, þáttastjórnenda Match of the Day, var gert að stíga til hliðar eftir að hann bar saman nýju löggjöfina sem ríkistjórnin lagði fram um flóttamenn við Þýskaland á þriðja áratugnum.
Taldi ríkismiðilinn, BBC, hann hafa brotið viðmiðunarreglur sínar þar og setti hann í ótímabundið leyfi frá þáttunum. En sú ákvörðun BBC hefur verið mikið gagnrýnd.
Í kjölfarið ákvað Ian Wright, sem átti að vera gestur í þættinum annað kvöld, að neita að mæta. Nú hefur hinn gesturinn, Alan Shearer, einnig tilkynnt BBC að hann mæti ekki annað kvöld.
I have informed the BBC that I won’t be appearing on MOTD tomorrow night.
— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023