Willian skoraði mark mánaðarins (myndskeið)

Brasilíski kantmaðurinn Willian, leikmaður Fulham, skoraði fallegasta mark febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Markið skoraði hann í 2:0-sigri Fulham á Nottingham Forest þann 11. febrúar síðastliðinn.

Óhætt er að segja að Brassinn sé vel að útnefningunni kominn enda markið einstaklega glæsilegt.

Markið má sjá frá öllum sjónarhornum í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert