Wright styður við bakið á Lineker

Ian Wright skömmu fyrir sjónarpsútsendingu fyrir leik Englands og Wales …
Ian Wright skömmu fyrir sjónarpsútsendingu fyrir leik Englands og Wales á Wembleyárið 2020. AFP

Ian Wright, fyrrum sóknarmaður Arsenal, styður fast við bakið á samstarfsfélaga sínum, Gary Lineker, og er búinn að tilkynna BBC að hann muni ekki vera gestur í Match of the Day annað kvöld. 

Frá þessu greindi Wright á Twitter-síðu sinni. 

Gary Lineker var gert að stíga til hliðar sem þáttastjórnandi MOTD eftir að hann bar saman nýju lög­gjöf­ina sem rík­i­s­tjórn­in lagði fram um flótta­menn við Þýska­land á þriðja ára­tugn­um.

Taldi ríkismiðilinn, BBC, hann hafa brotið viðmiðunarreglur sínar þar og setti hann í ótímabundið leyfi frá þáttunum. En sú ákvörðun BBC hefur verið mikið gagnrýnd. 

Í kjölfar þessara fregna ákvað Ian Wright, sem átti að vera gestur í þættinum annað kvöld, að tjá sig um málið og sagðist ekki ætla að vera á skjánum annað kvöld. 

Wright hefur fengið mikið lof fyrir ákvörðun sína, en hann er afar vinsæll í Bretlandi, sem um allan heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert