Haaland tryggði City dýrmætan sigur

Erling Braut Haaland fagnar sigurmarkinu.
Erling Braut Haaland fagnar sigurmarkinu. AFP/Ben Stansall

Norðmaðurinn Erling Braut Haaland tryggði Manchester City dýrmætan sigur á Crystal Palace, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Selhurst Park í dag. 

City var mun sterkari aðilinn í leiknum en gekk illa að skapa sér almennileg marktækifæri. Það var ekki fyrr en á 77. mínútu sem tók til tíðinda. 

Þá braut Hollendingurinn Michael Olise afar klaufalega af sér inn á Illkay Gundogan inn í teig og Manchester City fékk vítaspyrnu. Á punktinn steig Erling Haaland sem sendi Vicente Guita, markmann Palace, í vitlaust horn og renndi boltanum í netið, 1:0. 

Það reyndist sigurmark leiksins en Manchester City er nú með 61 stig í öðru sæti, tveimur stigum frá Arsenal, sem á þó leik til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert