Hættir ef þau losa sig við hann

Ian Wright.
Ian Wright. AFP

Ian Wright, sérfræðingur í Match of the Day á BBC og fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnuliðsins Arsenal, gagnrýndi ákvörðun stöðvarinnar að senda Gary Lineker, stjórnanda þáttarins í leyfi, harðlega í hlaðvarpi sínu, Wrighty's House.

Wright sýndi Lineker stuðning og var snöggur að gefa það út að hann ætlaði sér ekki að mæta í þáttinn fyrr en mál hans væru leyst. Aðrir sérfræðingar þáttarins gerðu svo slíkt hið sama og nú hefur BBC gefið út að þátturinn muni fara í loftið án stjórnanda og sérfræðinga.

Wright tjáði sig enn frekar um málið í hlaðvarpinu í morgun.

„Ef þau losa sig við Gary Lineker hætti ég líka. Ég fer, það er ekki möguleiki að ég verði áfram. Hann á að geta sagt það sem honum finnst í sínum eigin þætti.“

Lineker var sendur í leyfi fyrir brot á reglum stöðvarinnar en hann gagnrýndi bresk stjórnvöld fyrir stefnu sína í málefni flóttafólks. Wright segist vera sammála Lineker.

„Þetta fólk hefur enga samúð. Það eru alltaf þau sem minnst mega sín sem þjást. Það sem að Lineker sagði er hárrétt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert