Í hópnum eftir að hafa sigrast á krabbameini

David Brooks.
David Brooks. Ljósmynd/Premier League

David Brooks, leikmaður Bournemouth, er á varamannabekk liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag, hálfu öðru ári eftir að hafa greinst með krabbamein.

Brooks var síðast í leikmannahópnum þann 2. október 2021 en hann greindi frá því í maí á síðasta ári að hann hefði sigrast á krabbameininu. 

Brooks, sem er 25 ára gamall og hefur leikið með Bournemouth frá árinu 2018, hefur spilað 21 landsleik fyrir Wales en hann skrifaði undir nýjan samning við Bournemouth síðasta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert