Mörkin: Kane kominn með 20. mörk

Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane skoraði tvö mörk í sigri Tottenham á Nottingham Forest, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Norður-Lundúnum í dag. 

Harry Kane skoraði fyrstu tvö mörk Tottenham og voru það hans 19. og 20. mark á tímabilinu. Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son þrefaldaði forystu heimamanna síðan á 62. mínútu . Fyrirliðinn Joe Worall minnkaði svo muninn fyrir Nottingham Forest undir lok leiks og við stóð. 

Mörkin og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert