Leeds og Brighton gerðu jafntefli, 2:2, í ensku úrvalsdeild karla á Elland Road í dag.
Alexis Mac Allister kom Brighton yfir á 33. mínútu en Patrick Bamford jafnaði metin fyrir Leeds sjö mínútum síðar.
Brighton komst svo aftur yfir á 61. mínútu er Jack Harrison varð fyrir óláni að setja boltann í eigið net. Harrison svaraði þó fyrir það og jafnaði metin á 78. mínútu, 2:2, sem voru lokatölur.
Mörkin má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.