Bournemouth vann frækinn heimasigur á Liverpool, 1:0, í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag.
Sigurmark Bournemouth skoraði Daninn Philipp Billing á 28. mínútu með skoti af stuttu færi.
Um miðjan síðari hálfleik freisti Mohamed Salah þess að jafna metin frá vítapunktnum. Spyrnan var þó arfaslök og boltinn fór lengst framhjá.
Sigurmarkið, vítaklúðrið og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.