Tilþrifin: Sigurmark á 1. mínútu leiksins

Everton vann gífurlega mikilvægan heimasigur á Brentford, 1:0, í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á Goodison Park í dag. 

Sigurmarkið skoraði Dwight McNeil með góðu skoti á fyrstu mínútu leiksins. Með sigrinum kom Everton sér úr fallsæti og í það 16. með 25 stig.

Markið og fleira má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert